Viðskipti innlent

Már Guðmundsson seðlabankastjóri í Klinkinu

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri er gesturinn í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti hér á Vísi um viðskipti og efnahagsmál. Már fer m.a ítarlega yfir kosti okkar í gjaldmiðilsmálum og áætlun um afnám haftanna í þættinum.

Már svarar gagnrýnisröddum varðandi áætlun Seðlabankans um afnám haftanna, en hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að ganga of hægt, þá sérstaklega svokölluð útboðsleið. Már segir að nú þegar hafi þessi leið minnkað „snjóhengjuna" svokölluðu um 60 milljarða króna. Þetta sé staðreynd sem ekki hafi verið mikið í umræðunni.

Þá segir Már að í sínum huga séu valkostir Íslands í gjaldmiðilsmálum aðeins tveir. Annars vegar íslensk króna með bættri peningastefnu, sem nú sé unnið að, eða hins vegar tvíhliða myntsamstarf, annað hvort við Evrópusambandið eða annað ríki. Hann fer líka yfir hvort það sé yfirleitt fýsilegt fyrir Ísland að fara í tvíhliða myntsamstarf, hverju sé fórnað í slíku samstarfi og fleira.

Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu, þar sem Már fer yfir þessi mál, ásamt því að svara spurningum um horfur í efnahagsmálum, með því að smella á hlekk hér fyrir ofan eða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×