Viðskipti erlent

Dönsk klámstöð sektuð fyrir að nota nafnið Tívolí

Dönsk klámstöð hefur komist að því sér til töluverðrar hrellingar og fjárútláta að nafnið Tívolí er verndað vörumerki í Danmörku. Stöðin var dæmd til að borga 6 miljónir kr. í skaðabætur og eina milljón í sekt sökum þessa fyrir Sjó- og Kauprétti Kaupmannahafnar.

Samkvæmt frétt á business.dk tók það réttinn ekki nema klukkutíma að komast að þessari niðurstöðu. Klámstöðin sem er staðsett í Kaupmannahöfn hafði notað nafnið Tivoli Night yfir næturdagskrá sína þar sem eingöngu klámmyndir voru sýndar.

Þessu undi Tívolí ekki og fór í mál við félagið á bakvið stöðina, Innocent Picturs Aps.

Upphafleg krafa Tivólísins hljóðaði upp á 20 milljónir kr. í skaðabætur en dómarinn taldi 6 milljónir kr. vera nærri lagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×