Innlent

Segja skrýtið að skattur af geisladiskum sé lækkaður en ekki af lyfjum

MYND/Róbert

Samtök framleiðenda frumlyfja, Frumtök, segja það skjóta skökku við að í umræðum um lækkun virðisaukaskatts á ýmsm nauðsynjum sé ekki rætt um lækkun skatts á lyfjum. Fram kemur í tilkynningu frá Frumtökum að lyf beri nú 24,5 prósenta virðisaukaskatt en hins vegar sé stefnt að því að lækka virðisaukaskatt á bæði gosdrykkjum og geisladiskum. Lyf hljóti því að vera munaðarvara en ekki gosdrykkir og geisladiskar samkvæmt skilaboðum stjórnvalda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×