Viðskipti innlent

Fötin í jólaköttinn

Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti.

Miklu betur gengur í sölu á öðrum neysluvörum, til dæmis matvörum og skartgripum. House of Fraser, vöruhúsakeðja Baugs, FL og fleiri fjárfesta, og aðalkeppinautarnir í Debenhams hafa verið að selja vörur með tuttugu prósenta afslætti nú í byrjun desember og búast sérfræðingar við fimmtán til sautján prósenta sölusamdrætti hjá fyrirtækjunum á milli ára, samkvæmt Guardian.

Þetta ástand gæti ekki síður haft umtalsverð áhrif á aðrar fjárfestingar Íslendinga í breskri smásölu, svo sem Woolworths, French Connection og Mosaic Fashions sem einmitt er í Kauphöll Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×