Viðskipti innlent

Verður allt að vopni

Fjárfestum í Icelandair verður margt að vopni þessa dagana. Frá því að gengið var frá kaupum á félaginu hafa ýmsir liðir þróast í hagstæða átt.

Fyrst er að nefna að vandræði Airbus hafa aukið virði á flugvélakaupasamningum. Síðan hefur eldsneytisverð gefið eftir og nú síðast hefur dollari verið að veikjast enn frekar gagnvart evru. Icelandair hefur töluverðan kostnað í dollurum og tekjur í evrum. Þessi þróun er því hagstæð fyrir félagið. Þar við bætist veiking krónu sem hjálpar ferðaþjónustunni að glíma við dýrtíðina á Íslandi.

Það sem kann að vera mótdrægt er að Pálmi Haraldsson og félagar hans í IcelandExpress hyggja á aukna samkeppni, en sá orðrómur er á kreiki að Pálmi hugsi þeim Icelandair-mönnum þegjandi þörfina fyrir að hafa flutt flugvélaeldsneytiskaup frá Skeljungi til Esso.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×