Sport

New Jersey-Miami á Sýn í kvöld

Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, klukkan 19:30. Miami getur með sigri orðið fyrsta liðið til að tryggja sig í aðra umferð úrslitakeppninnar, en staðan í einvíginu er 3-0 fyrir Heat. Leikurinn í kvöld fer fram í New Jersey eins og sá þriðji, en í þeim leik þurfti lið Miami tvær framlengingar til að leggja Nets að velli og því getur allt gerst í leiknum í kvöld, því Nets vilja alveg örugglega ekki láta "sópa" sér út úr úrslitakeppninni á sínum eigin heimavelli.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×