Innlent

Sýknaður af skjalafalsi

Rúmlega fimmtugur maður var sýknaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af ákæru um skjalafals. Maðurinn var ákærður fyrir að skrifa nafn annars manns á tilkynningu sem hann framvísaði hjá Umferðarstofu um sölu bifreiðar hans. Maðurinn segist hafa haft umboð til að rita nafn bíleigandans á tilkynninguna enda hafi hann verið á Litla-Hrauni á þeim tíma. Bíleigandinn neitar að hafa gefið umboð og kærði málið upphaflega en hann bar hins vegar ekki vitni í málinu. Fyrrverandi sambýliskona bíleigandans hefur borið vitni um að maðurinn sem er ákærður hafi séð um ýmis mál fyrir þau og stutt þau fjárhagslega á meðan fyrrum sambýlismaður hennar sat í fangelsi. Þótti dómnum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að maðurinn hefði ekki haft umboð frá bíleigandanum. Ekki hafi einu sinni verið reynt að fá vitnisburð bíleigandans, sem er Breti, fyrir dómi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×