Skoðun

Láglaunaþrælar, Samsæriskenning

Guðmunda G. G. skrifar

Núna á vordögum skrifaði breiðfylkingin undir kjarasamning, stuttu seinna fylgdi VR með ólund á eftir, þetta voru hógværar kröfur til höfuðs verðbólgunni, enn á ný tóku láglaunastétti á sig kjaraskerðingu til að laga verðbólguástandið í landinu.

Skoðun

Húmor í kennslu: Við hlustum, skiljum og munum betur

Sveinn Waage skrifar

Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra.

Skoðun

Vika ein­mana­leikans

Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar

Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum.

Skoðun

Vald og þátt­taka eða valdtaka?

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Mikilvægur þáttur í stjórnmálum er að veita samfélögum vald með því að gefa þeim tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku. Með því að leyfa almenningi að koma að málum geta hagsmunaaðilar haft áhrif á ákvarðanir sem skipta máli fyrir líf þeirra.

Skoðun

Röng á­kvörðun ráð­herra

Henry Alexander Henrysson skrifar

Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg.

Skoðun

Ís­lenska ríkið braut á börnum en axlar enga á­byrgð

Freyr Rögnvaldsson skrifar

Íslensk stjórnvöld og stjórnsýsla barnaverndarmála bera ábyrgð á því að tugir barna voru beitt alvarlegu, kerfisbundnu, andlegu og líkamlegu ofbeldi á árabilinu 1997 til 2007. Þetta eru ekki ásakanir eða getgátur, heldur staðreyndir.

Skoðun

Hvað kostaði Krýsu­vík?

Davíð Arnar Stefánsson skrifar

Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í liðinni viku var samþykkt að selja HS orku nýtingarétt af auðlindum í Krýsuvík. Fyrirtækið hyggst reisa virkjun á svæðinu, virkja jarðvarma til raforkuframleiðsl, til sölu á heitu vatni til heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og vinna grunnvatn eins og segir í samningi aðilanna.

Skoðun

Endurvekjum skikkjuna strax!

Samúel Karl Ólason skrifar

Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar.

Skoðun

Allt það helsta með einum smelli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar

Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu.

Skoðun

Nokkrar góðar á­stæður til að svindla á örorkukerfinu

Eiður Welding skrifar

Allt frá blautu barnsbeini vissi ég nákvæmlega hvert ég vildi stefna í lífinu, ég vildi vaða í seðlum án þess að vinna neitt og vera laus við allt vesen og stress. Ég áttaði mig aldrei á af hverju fólk væri að leggja á sig að fara í nám til að læra einhverja iðn eða stefna á háskólanám, bæði með tilheyrandi kostnaði og álagi. Nei, ég ætlaði sko ekki að strita og púla að óþörfu. Ég ákvað að redda mér örorkumati og lifa ljúfa lífinu án þess að lyfta fingri.

Skoðun

Orku­skipti í for­gang

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar

Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis.

Skoðun

Takkaborð til­finninga minna

Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín.

Skoðun

Kyrrstöðuverðbólga

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni.

Skoðun

Nauðungarstjórnun í nánum sam­böndum

Ásgeir Þór Ásgeirsson skrifar

Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. 

Skoðun

Á­kall eftir náttúrufræðikennurum

Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar

Hvernig bætir eitt leyfisbréf gæði menntunar? Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum.

Skoðun

Jónsósómi II – engin skuldsetning vegna 984 m.kr. hafnar­fram­kvæmda

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Jón Kaldal hefur dregið til baka þá röngu fullyrðingu sína að laxeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélögin vegna hafnagjalda. Það eru engin dæmi um slíkt. Þessu er öfugt farið. Tvisvar hafa sveitarfélög höfðað mál á hendur laxeldisfyrirækjunum vegna hafnagjalda. Öðru málinu var vísað frá dómi enda tilhæfulaust. Því var ekki áfrýjað.

Skoðun

Fram­tíð stjórn­málanna – val kjós­enda

Magnea Marínósdóttir skrifar

Mikið er rætt um framtíð vinstrisins að loknum forsetakosningum sem beindu kastljósinu að vinstri og hægri ás stjórnmálanna. Það átti sér stað sérstaklega vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, og þeirrar umræðu sem spannst í röðum hennar stuðningsfólks um „vinstrafólkið“ sem studdi ekki framboð hennar.

Skoðun

Enn um vanda drengja

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Á stéttina við skólann minn er máluð risastór sól. Börnin búa stundum til leiki sem hnitast um hana. Einn þeirra er þannig að þau standa í hring í kringum sólina og svo skiptast þau á að fullyrða eitthvað um sjálf sig. Síðan ganga þau inn í sólina og hin fylgja á eftir finnist þeim fullyrðingin líka eiga við um sig. Í hádeginu einn mildan vetrardag urðum við, ég og samstarfskona mín, vitni að slíkum leik. Það voru allt stelpur sem voru að leika, um það bil níu ára gamlar. Sú sem „átti að gera“ hugsaði sig um andartak og sagði svo stundarhátt: „Ég fæ oft kvíða.“ Síðan gekk hún öruggum skrefum inn að miðju sólar. Hinar fylgdu allar á eftir, hver ein og einasta. Á sama tíma voru strákarnir í bekknum uppteknir við annað. Þeir voru hlæjandi að elta bolta úti á battavelli.

Skoðun

Sér­eign er ekki það sama og sér­eign

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða.

Skoðun

Heppni að ekkert for­dæmi var til staðar

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun.

Skoðun

Í skugga sílóa og sandryks

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd.

Skoðun

Fyrsta borgaraþing Reykja­víkur

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega.

Skoðun

Upp­lifun mín á því að taka þátt í Gefum ís­lensku séns

Brynjar Björnsson skrifar

Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum.

Skoðun

Við lok grunn­skólans

Atli Björnsson skrifar

Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg.

Skoðun