Bíó og sjónvarp

Henry Ca­vill hættur sem Ofur­mennið

Henry Cavill mun ekki sjást aftur á hvíta tjaldinu í búningi Ofurmennisins, að minnsta kosti ekki á næstunni. Búið var að tilkynna að hann færi með hlutverk hans í næstu mynd en nú hefur handritshöfundur kvikmyndarinnar hætt við að fá Cavill. 

Bíó og sjónvarp

Guðir verða drepnir hjá Amazon

Amazon hefur gert samkomulag við Sony og Santa Monica Studio um að framleiða God of War sjónvarpsþætti. Þættirnir verða sýndir á streymisveitunni Prime Video og munu byggja á hinni gífurlega vinsælu leikjaseríu um gríska stríðsguðinn Kratos.

Bíó og sjónvarp

Ganga gapandi inn í Eldborg

Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum.

Bíó og sjónvarp

Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur

Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny.

Bíó og sjónvarp

Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet

Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg.

Bíó og sjónvarp

Ís­lensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins.

Bíó og sjónvarp