Umhverfismál

Fréttamynd

Tæki­færi CRI þre­faldast á skömmum tíma

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur selt hinu þýska P1 Fuels búnað til framleiðslu á rafeldsneyti sem notað verður meðal annars fyrir akstursíþróttir. Forstjóri CRI segir að þau tækifæri sem fyrirtækið hafi til skoðunar hafi þrefaldast á skömmum tíma.

Innherji
Fréttamynd

Jóla­gjöf ársins 2023

Samverustund er jólagjöf ársins samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og umhverfið! Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru almennt ánægðari með jólin heldur en þau sem leggja áherslu á að eyða peningum og þiggja gjafir.

Skoðun
Fréttamynd

Um­mæli for­seta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja á­hyggjur

Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn setja pressu á Kín­verja

Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi

Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land verði að beita sér af krafti

Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg

Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt fleiri full­trúar Ís­lands á COP28

Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Fossvogsbrú á minn hátt

Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga.

Skoðun
Fréttamynd

Van­­traust í upp­­hafi COP 28 lofts­lags­ráð­stefnunnar

Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á frá­veitu­vatnið heima í sjónum?

Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­fræði, þekking, verð­leikar og vist­kreppa 1

Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Flugu yfir At­lants­hafið á fitu og sykri

Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópu­meistarar í raf­tækja­úr­gangi

Freyr Eyjólfsson umhverfisverndarsinni hefur skorið upp herör gegn Svörtum fössara. Hann segir Íslendinga umhverfissóða og kaupæðið sem verið er að efna til í dag sé enn eitt sprekið á bál neysluhyggjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Við erum hér og vertu með

Umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og við verðum öll vör við ægimátt náttúruaflanna sem eru sífellt að verða sýnilegri. Það sem má þó ekki gleymast eru þær aðgerðir sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Telur galla í hönnun Foss­vogs­brúarinnar

Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Innlent
Fréttamynd

Vöndum okkur

Við erum líklega flest meðvituð um það að ofneysla veitir okkur ekki hamingju, og að í raun gengur hún á möguleika okkar og annarra til að vera hamingjusöm. Við eyðum fjármagni í vörur sem koma okkur ekki að neinu gagni, veita okkur enga hamingju og enda jafnvel beint í ruslinu - við kaupum til að henda.

Skoðun