Þýski boltinn

Fréttamynd

Til Evrópu- og Spánar­meistara Barcelona fyrir met­fé

Ewa Pajor, samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og stjörnuframherji pólsak landsliðsins, er gengin í raðir stórliðs Barcelona. Talið er að Börsungar borgi hálfa milljón evra fyrir leikmanninn eða 75 milljónir íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Vista­­skipti Ísaks til Düsseldorf stað­­fest form­lega

Þýska B-deildar liðið Fortuna Düsseldorf staðfesti formlega í morgun að Ísak Bergmann Jóhannesson yrði leikmaður liðsins á komandi tímabili en eins og Vísir hafði áður grein frá ákvað félagið að virkja klásúlu í lánssamningi hans og kaupa leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bolaði þjálfaranum burt en fram­lengdi svo ekki samninginn

Edin Terzić sagði óvænt af sér í dag sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund aðeins tveimur vikum eftir að hafa leitt liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ósætti við Mats Hummels er talin ástæðan, leikmaðurinn sagðist ekki vilja spila fyrir félagið undir hans stjórn, en hann vildi svo ekkert spila yfir höfuð. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn eftir­sótti Šeško á­fram hjá Leipzig

Þrátt fyrir að vera eftirsóttur af Arsenal, Chelsea ásamt Manchester og Newcastle United þá hefur hinn 21 árs gamli Benjamin Šeško ákveðið að vera áfram á mála hjá RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Afi skenkti leik­mönnum Dortmund bjór

Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak skoraði í víta­­keppni í grátlegu tapi

Bochum er komið upp í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir ótrúlegan sigur á Fortuna Düsseldorf, liði Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, í vítaspyrnukeppni. Ísak Bergmann skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni.

Fótbolti