Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Klökkur Jóhann Berg beygði af í við­tali

Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg.

Slot stað­festir að hann taki við Liverpool

Hollendingurinn Arne Slot stað­festi í dag að hann myndi taka við knatt­spyrnu­stjóra­stöðunni hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Liver­pool af Þjóð­verjanum Jur­gen Klopp sem lætur af störfum eftir loka­um­ferð deildarinnar á sunnu­daginn kemur.

Vill komast hjá því að af­henda City bikarinn

Richard Masters, fram­kvæmda­stjóri ensku úr­vals­deildarinnar mun vera við­staddur leik Arsenal og E­ver­ton á Emira­tes leik­vanginum í Lundúnum í komandi loka­um­ferð deildarinnar þar sem að bar­áttan um Eng­lands­meistara­titilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að lík­legra þyki að Eng­lands­meistara­titillinn verði af­hentur í Manchester­borg.

Efsti kylfingur á heims­lista á yfir höfði sér fjórar á­kærur

Kylfingurinn Scotti­e Schef­fler, efsti maður á heims­lista, á yfir höfði sér fjórar á­kærur í kjöl­far þess að hann var hand­tekinn á vett­vangi bana­slyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lög­reglunnar að vettugi. Bana­slysið átti sér stað rétt hjá Val­halla vellinum í Ken­tuk­cy þar sem að PGA meistara­mótið í golfi er nú haldið.

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu“

Annað risa­mót ársins í golf­heiminum hefst seinna í dag þegar að kylfingar hefja fyrsta hring á PGA meistara­mótinu á Val­halla vellinum í Ken­tucky. Þrír kylfingar eru taldir lík­legastir til af­reka á mótinu sem gæti verið leikið við meira krefjandi að­stæður en vana­lega. Og sem fyrr eru augu margra á Tiger Woods.

Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við

Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB.

Feðgar þjálfa Breiða­blik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“

Feðgarnir Hrafn Kristjáns­son og Mikael Máni Hrafns­son munu saman þjálfa karla­lið Breiða­bliks í fyrstu deildinni í körfu­bolta á næsta tíma­bili. Eðli­leg lokun á ein­hvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með ein­hverjum hætti við­loðandi hans þjálfara­feril.

„Okkur dauð­langar í meira“

Það er ó­hætt að segja að komandi dagar séu ansi mikil­vægir fyrir karla­lið Vals í hand­bolta sem að leikur þrjá úr­slita­leiki á næstunni. Úr­slita­leiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskars­syni, þjálfara liðsins og leik­mönnum hans. Fyrsti úr­slita­leikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftur­eldingu á heima­velli í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarð­vík

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga. 

Sjá meira