Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda

Kona um fimmtugt, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því að sex ára sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Fram kemur í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum og var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, að móðirin hafi svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans.

25
00:54

Vinsælt í flokknum Fréttir