Innlent

Hitaveitulögn sprakk í Breið­holti

Samúel Karl Ólason skrifar
Heitt vatn flæðir um götur Breiðholts.
Heitt vatn flæðir um götur Breiðholts. Vala

Heitavatnslaust er í Breiðholti eftir að hitaveitulögn virðist hafa sprungið þar í morgun. Íbúar eru beðnir um að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kemst á að nýju.

Myndir sýna heitt vatn flæða upp úr jörðinni í Breiðholti og um götur þar.

Viðgerð stendur yfir í yfirlýsingu fá Veitum er húseigendum bent á að huga að innanhússkerfum.

Vala


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×