Handbolti

Mag­deburg á toppinn eftir stór­leik Ís­lendinganna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Daði Smárason var markahæstur af Íslendingatríói Magdeburg.
Janus Daði Smárason var markahæstur af Íslendingatríói Magdeburg. Ronny Hartmann/Getty Images

Íslendingarnir í Magdeburg skiluðu sínu þegar liðið tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sex marka sigur á Lemgo, lokatölur 34-28 Magdeburg í vil.

Leikurinn var jafn framan af og leiddu heimamenn með eins marks mun í hálfleik, staðan þá 12-11. Þegar líða fór á síðari hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og var munurinn allt í einu orðinn sex mörk eftir að Magdeburg skoraði fjögur í röð.

Heimamönnum tókst ekki að minnka þann mun niður og lauk leiknum með sex marka sigri gestanna, 28-34 lokatölur. Sigurinn lyftir Magdeburg á topp deildarinnar en Íslendingaliðið er með 52 stig líkt og Füchse Berlín en á þó tvo leiki til góða.

Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Magdeburg með 8 mörk ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Hann skoraði síðustu fjögur mörk Magdeburgar í leiknum. Ómar Ingi Magnússon kom þar á eftir með 7 mörk og 2 stoðsendingar. Þá skoraði Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 mörk og gaf eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×