Fótbolti

PSV Eindhoven hollenskur meistari í fyrsta sinn í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn PSV Eindhoven fagna hér hollenska meistaratitlinum í dag.
Leikmenn PSV Eindhoven fagna hér hollenska meistaratitlinum í dag. Getty/OLAF KRAAK

PSV Eindhoven tryggði sér í dag hollenska meistaratitilinn í fótbolta eftir 4-2 sigur á Sparta Rotterdam á heimavelli sínum.

Eftir þennan sigur er PSV með tólf stiga forskot á Feyenoord, sem er í öðru sætinu, en aðeins þrír leikir eru eftir.

Feyenoord varð meistari á síðasta tímabili en þjálfari liðsins er Arne Slot sem líklega að verða knattspyrnustjóri Liverpool.

Þjálfari nýju meistaranna er hinn sextugi Peter Bosz sem er á sínu fyrsta tímabili með PSV.

Johan Bakayoko, Olivier Boscagli og Jordan Teze skoruðu fyrir PSV og eitt markið var sjálfsmark.

Þetta er fyrsti titill PSV Eindhoven síðan vorið 2018 en sá 25. í sögu félagsins. Metið á Ajax sem eru 36 titlar.

Frá síðasta titli PSV höfðu Ajax (fjórum sinnum) og Feyenoord (1 sinni) unnið titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×