Innlent

Orku­skipti, inn­flytj­enda­lög­gjöf og bensínstöðvalóðirnar

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Nýorku, ríður á vaðið á Sprengisandi í dag og fjallar um orkuskiptin og gagnrýnir sumar aðgerðir stjórnvalda þegar að þeim kemur.

Kári Hólmar Ragnarsson lektor við Lagadeild HÍ, fjallar um mjög umdeildar breytingar á innflytjendalöggjöf Evrópusambandsins og sennileg áhrif hennar hér á landi.

Þau Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, ætla að rökræða annað umdeilt mál, greiðslur til olíufélaga af hálfu borgarinnar þegar samið var um að breyta bensínstöðvalóðum í íbúðabyggð.

Í lokin mæta þau Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR og Eiríkur Bergmann, kollegi hennar á Bifröst. Þau ræða nýjustu vendingar í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar og allt sem þeim viðkemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×