Erlent

Berlínarborg vill losna við glæsivillu Göbbels

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Býlið hýsti eitt sinn alræmdustu nasistana.
Býlið hýsti eitt sinn alræmdustu nasistana. AP/Patrick Pleul

Landstjórn Berlínarborgar vill losna við umsjá yfir glæsilegu sveitabýli skammt frá borginni sem var reist handa Joseph Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, árið 1939. Borgaryfirvöld freista þess að binda enda á áratugalanga óvissu um hvort beri að rífa býlið eða gera það upp þar sem það hefur ekki verið í notkun í fleiri áratugi.

Stefan Evers, fjármálaráðherra Berlínar, bauð hverjum sem er að taka yfir viðhaldi býlisins og það sem gjöf frá yfirvöldum í Berlínum. Guardian greinir frá.

Það hefur margoft komið til tals meðal yfirvalda í borginni að losna við býlið sem er statt á fallegum skógi vöxnum reitt við Bogensee um fjörutíu kílómetrum norður af Berlín. Gerðar hafa verið tilraunir að koma svæðinu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar eða landstjórnar Brandenborgar en án árangurs. Býlið er nú í niðurníslu og engin áform um uppgerð eða viðhald á borði borgaryfirvalda.

Göbbels og fjölskylda notuðu húsið sem sumarbústað og þar voru einnig haldnar veislur til að skemmta nasistaleiðtogum á stríðsárunum. Eftir stríðslok var það nýtt sem sjúkrahús í stutta stund og þá tók ungliðahreyfing austur-þýska kommúnistaflokksins við býlinu og notaði sem æfinga- og kennslusaðstöðu.

Við sameiningu Þýskalands árið 1990 rann eignarrétturinn aftur til yfirvalda í Berlín en borgin hafði engin fyrir býlið. Á síðustu áratugum hefur svæðið verið vinsæll áfangastaður dagsferðalanga, aðallega vegna sögulegs mikilvægis þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×