Viðskipti innlent

Stýrir markaðs- og sam­skipta­málum Sam­skipa

Atli Ísleifsson skrifar
Ágústa Hrund Steinarsdóttir.
Ágústa Hrund Steinarsdóttir. Aðsend

Samskip hafa ráðið Ágústu Hrund Steinarsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og samskiptadeildar.

Í tilkynningu segir að Ágústa muni leiða innri og ytri markaðsmál Samskipa auk sjálfbærnistefnu félagsins, en hún hóf störf í byrjun janúar.

„Ágústa hefur yfir tveggja áratuga reynslu af störfum við stjórn markaðs- og kynningarmála. Hún kemur til Samskipa frá Nathan&Olsen þar sem hún starfaði frá 2018, síðast sem markaðsstjóri dagvöru. 

Áður starfaði Ágústa meðal annars hjá Manhattan Marketing, Wow air og hjá Póstinum. Ágústa er með B.Sc í alþjóðamarkaðsfræði,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×