Viðskipti innlent

„Þetta er bara al­veg von­laust!“

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Næsta sumar verða allar plastflöskur með áföstum tappa, samkvæmt áformum umhverfisráðuneytisins. Við ræddum við neytendur, sem segja áföstu tappana ýmist hræðilega - eða sjálfsagða viðleitni til að bjarga jörðinni.

Samkvæmt Evróputilskipun er áformað að frá og með 3. júlí á næsta ári verði allar plastflöskur með áföstum töppum. Allar flöskur Coca Cola á Íslandi eru nú þegar með tappana fasta á. Ölgerðin, hinn risinn á markaðnum, vinnur nú að innleiðingu tappanna, sem krefst breytinga á verksmiðjukosti og talsverðra fjármuna.

Fréttastofa fór á stúfana og spurði neytendur út í breytinguna. Hún er vægast sagt umdeild. „Óþægilegt,“ var oftast svarið, „vonlaust“ sagði einn og „glatað“ kvað í öðrum.

„Það er óþægilegt að drekka úr stút þegar tappinn potar alltaf í nefið þitt. Mjög pirrandi,“ segir Katrín, einn neytendanna sem fréttastofa ræddi við. Umfjöllunina í heild og viðtöl við neytendur má horfa á efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Tapparnir nú áfastir á plastflöskum

Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×