Innlent

Bein útsending: Helga Vala og Sigurbjörg ræða kynferðisofbeldi í Pallborðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir fara yfir málin með Sunnu Karen Sigurþórsdóttur.
Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir fara yfir málin með Sunnu Karen Sigurþórsdóttur. Vísir

Hávært ákall hefur verið um gagngerar breytingar í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisofbeldi. 

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og lögmaður, og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti eru gestir Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur í Pallborðinu á Vísi í dag.

Þær munu fara yfir stöðuna í málaflokknum, umræðuna í samfélaginu og hvaða áhrif hún hefur. Að auki verður fjallað um hvaða úrbætur grípa þurfi til.

Pallborðið hefst klukkan 14 í beinni útsendingu. 

Uppfært: Upptöku frá Pallborðinu má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×