Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli ekki lægra í fimm ár

Heimsmarkaðsverð á áli er nú 1.435 dollarar á tonnið og hefur verðið ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Um mitt þetta ár var tonnið hinsvegar á yfir 3.000 dollara.

Sem stendur safnast álbirgðir upp í heiminum sem nemu um 2.000 tonnum á dag. Talið er að birgðirnar geti orðið um tvær milljónir tonna um áramót.

Í umfjöllun um málið á vefsíðunni E24.no kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi álverði séu einkum erfiðleikar hjá bílaframleiðendum um allan heim. Bílasala hefur hrapað og því er minna framleitt af bílum. Til dæmis hefur bílasalan í Evrópu minnkað um 27% á undanförnum mánuðum.

Þetta sem og minnkandi eftirspurn eftir flugvélum gerir það að verkum að eftirspurn eftir áli minnkar að sama skapi.

Ál er ekki eina hrávaran sem lækkar í verði í fjármálakreppunni. Nær allar hrávörur, fyrir utan gull, hafa lækkað í verði. Hvað málma varðar hefur mesta lækkunin orðið á kopar.

 









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×