Tónlist

Hátíðin byrjar í kvöld

í dag geta tónlistarunnendur glaðst því Airwaves byrjar í kvöld.
í dag geta tónlistarunnendur glaðst því Airwaves byrjar í kvöld.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld.

Á Nasa er Kronik kvöld og meðal þeirra sem koma fram þar eru Bent, Fræ og Forgotten Lores. Á Gauknum verður rokkið í fyrirrúmi en þar koma fram m.a. Cynic Guru, The Telepathetics, Dikta og We Are Scientists frá Bretlandi. Á Grandrokk verða jaðarböndin í aðalhlutverki en þar stíga á stokk m.a. Múgsefjun, Retro Stefson, Sprengjuhöllin, Weapons og Lada Sport.

Herlegheitin byrja kl 19:30 en þeir sem eiga eftir að næla sér í miða á hátíðina geta nálgast miða í verslunum Skífunnar eða http://www.midi.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×