Erlent

„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða

Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. 

Erlent

Dæmdur fyrir morðið á þrettán ára syni sínum

Mark Redwine var í dag dæmdur fyrir morðið Dylan Redwine, þrettán ára gömlum syni sínum. Dylan hvarf sporlaust árið 2012, skömmu eftir að hann hafði fundið myndir af föður sínum í kvenmannsnærfötum að borða saur upp úr bleyju.

Erlent

Eif­fel-turninn opnaður á ný

Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins.

Erlent

„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi

Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki.

Erlent

Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit

Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega.

Erlent

Önnur flugvél brotlent í Rússlandi

Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn.

Erlent

Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana

Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak.

Erlent

Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum

Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar.

Erlent

Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí

Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti.

Erlent

Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu

Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku.

Erlent

Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku

Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili.

Erlent

Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa.

Erlent

Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar.

Erlent

Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum

Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur.

Erlent