Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona vann síðasta leikinn hans Xavi

Barcelona vann 2-1 útisigur á Sevilla í lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Um var að ræða síðasta leik liðsins undir stjórn Xavi nema honum og stjórn félagsins snúist aftur hugur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona Evrópu­meistari

Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Toni Kroos hættir eftir EM í sumar

Þýski knattspyrnumaðurinn Toni Kroos tilkynnti það í dag á samfélagsmiðlum sínum að hann ætli að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA setur pressu á City Football Group

UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA í­hugar að leyfa deildarleiki í öðrum löndum

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA mun skipa stýrihóp til að rannsaka helstu kosti og galla þess að spila deildarleiki erlendis. Relevant Sports, skipuleggjandi íþróttaviðburða í Bandaríkjunum, er talinn mikill áhrifavaldur á ákvarðanatöku sambandsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Spánar­meistarar Real skoruðu fimm

Það var ekki að sjá að Real Madríd hafi gleymt sér í að fagna Spánarmeistaratitlinum þegar liðið tók á móti Alavés. Meistararnir unnu gríðarlega sannfærandi 5-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Real renna hýru auga til miðju­manns Le­verku­sen

Það má reikna með að fjöldi leikmanna Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen verði eftirsóttur af stærstu og ríkustu knattspyrnufélögum Evrópu í sumar. Spánarmeistarar Real Madríd eru nú þegar með augastað á miðjumanni þýska félagsins en eru þó tilbúnir að bíða til næsta árs.

Fótbolti