Stjórnun

Fréttamynd

Líka lausn að ráða er­lenda sér­fræðinga í fjarvinnu er­lendis frá

„Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi

„Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Salan var al­gjör­lega háð því hvað Þór­ólfur sagði á fundum“

„Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Margföldunaráhrif: Að ráða einn al­þjóð­legan sér­fræðing skapar vinnu­staðnum fimm sér­fræðinga

„Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin

„Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“

„Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að­eins þremur af hverjum tíu starfs­mönnum hrósað síðustu daga

„Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Getum við öll verið leiðtogar?

Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur?

Skoðun
Fréttamynd

Umræða starfsfólks oft óvægin og persónuleg en kúnstin að halda alltaf áfram

„Ég viðurkenni alveg að í lok sumars upplifði ég mig hálf örmagna og það gat verið freistandi hugsun að hætta bara við þetta allt saman. Því það að innleiða stefnu tekur verulega á og það geta komið upp tímar þar sem maður veltir fyrir sér hvort þetta er allt þess virði,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í viðtali þar sem við rýnum í það, hvað þarf til að vinnustaðir nái að innleiða stefnu þannig að raunverulegar breytingar eigi sér stað.

Atvinnulíf