Jafnréttismál

Fréttamynd

Ekki mein­laus heldur haturs­full orð­ræða

Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís sýndi á spilin

Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1.

Skoðun
Fréttamynd

Líður eins og hún hafi verið notuð af Há­skóla Ís­lands

Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans.

Innlent
Fréttamynd

Kynja­halli í Ís­lensku orða­neti

Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti.

Skoðun
Fréttamynd

Svona var þetta bara

Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton.

Skoðun
Fréttamynd

Nám fyrir alla: Jafn­ræði í menntun

Úr 17. grein lögum um grunnskóla: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis”. Mér er reglulega hugsað til þessarar greinar þegar ég hugsa um nemendur sem eru með fatlanir sem ekki sjást utan á þeim, og baráttu sem á sér stað í þessu kassalaga kerfi okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Næsti for­seti Mexí­kós að öllum líkindum kona

Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi.

Erlent
Fréttamynd

Tökum jafn­réttið alla leið

Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel

Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna.

Innlent
Fréttamynd

Launa­munur kynjanna á fjár­mála­markaði 26 prósent

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna var 9,1 prósent árið 2022 og dróst saman frá fyrra ári úr 10,2 prósent. Munurinn er mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 26,2 prósent, en minnstur í rafmagns- gas og hitaveitum eða 4,1 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Göngum í dag – hlaupum á morgun

Það er gott að tilheyra samfélagi sem stendur saman með mannréttindum. Einu sinni á ári sýnum við samstöðu með hinsegin fólki með því að troðfylla miðbæ Reykjavíkar í tilefni Gleðigöngunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Máttu ekki synja barni um hjálpar­­tæki

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Innlent
Fréttamynd

Rauði krossinn sekur um kyn­bundna mis­munun

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum.

Innlent
Fréttamynd

Hringdu bjöllunni á Skólavörðustíg

Kauphallarbjöllunni var hringt á regnboganum á Skólavörðustíg klukkan hálf tíu í morgun í tilefni þess að Hinsegin dagar hefjast í dag. Sjálf setningin er í hádeginu en Nasdaq tók forskot á sæluna og hringdi bjöllunni í nafni fjölbreytileikans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alls ekki ein­angrað til­vik

Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. 

Innlent