Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt

Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða

Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar.

Innlent
Fréttamynd

Guðdómlegir ó­á­fengir kokteilar fyrir helgina

Jakob Eggertsson, sigurvegari í World Class barþjónakeppninni árið 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo, deilir uppskriftum að vinsælum óáfengum kokteilum með lesendum Vísis í tilefni Edrúar átaksins. 

Lífið
Fréttamynd

Klámáhorf ung­menna dregist veru­lega saman

Yfirgnæfandi hluti barna í 8. til 10. bekk í Reykjavík reykja ekki, neyta ekki marijúana og hafa ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga. Þá hefur áhorf á klám dregist verulega saman síðustu tvö ár og meirihluta barna líður vel í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Hætti að reykja og borðar eldstafi í staðinn

Hlaupadrottningin Mari Järsk hefur sagt skilið við sígaretturnar og verið reyklaus í þrjár vikur. Hún segir Tómas Guðbjartsson hjartalækni hafi ýtt á hana í lengri tíma að hætta að reykja en ætlar að narta í kjötstangir í staðinn fyrir að reykja retturnar.

Lífið
Fréttamynd

Svín drekka bjór af bestu lyst

Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena.

Innlent
Fréttamynd

„Rosa­legt á­fall að sjá hann berja mömmu“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir áföll í æsku hafa litað líf hans að miklu leyti. Faðir hans var mikill drykkjumaður sem átti það til að breytast í skrímsli en frá móður sinni fékk hann ást og umhyggju.

Lífið
Fréttamynd

Hver er á­fengis­stefnan?

„Almenn lýðheilsumarkmið, velferðarsjónarmið, vernd barna og ungmenna, svo ekki sé minnst á lýðheilsumat eru augljósar og algerar forsendur áfengisstefnu. Við getum ekki byggt áfengisstefnu á ítrustu forsendum sérhagmuna áfengisiðnaðarins.“

Skoðun
Fréttamynd

Var­úð: Drykkurinn veldur ölvun og dóm­greindar­leysi!

Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni.

Skoðun
Fréttamynd

Kærir sjálfan sig til lög­reglu

Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

Letrið of smátt og lýsingar­orðin of já­kvætt hlaðin

Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. 

Neytendur
Fréttamynd

Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengi úr ís­lenskri mjólk á Sauð­ár­króki

Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir.

Innlent
Fréttamynd

Hált á svellinu

Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því.

Skoðun
Fréttamynd

Banna ein­nota raf­rettur

Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. 

Erlent
Fréttamynd

Nýja-Sjá­land verði ekki reyk­laust

Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu. 

Erlent