Taíland

Fréttamynd

Ís­lendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust

Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur á meðal far­þega í flug­vélinni

Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bana­slys í djamm­ferð á­hafnarinnar breytti öllu

Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Eiður Smári nýtur lífsins í Taí­landi

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er meðal fjölmargra Íslendinga sem nýtir tækifærið yfir háveturinn og leitar í sól og sumaryl. Hann skellir sér þó ekki til Tenerife eins og flestir heldur nýtur hann lífsins í Taílandi.

Lífið
Fréttamynd

Segist finna til með kokkinum í Kópa­vogi

Khunying Porntip Rojanasunan, öldungar­deildar­þing­maður í Taí­landi, segist ekki ætla að lög­sækja Ara Alexander Guð­jóns­son, yfir­kokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitinga­stað keðjunnar á Ný­býla­vegi á föstu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Rak taí­lenskan þing­mann út af veitinga­stað í Kópa­vogi

Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland.

Innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­mógúll nýr for­sætis­ráð­herra Taí­lands

Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Sneri aftur eftir fimm­tán ára út­legð og fór beint í steininn

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Móðgaði kónginn með gúmmí­anda­daga­tali

Taílenskur karlmaður hefur verið dæmur í tveggja ára fangelsi yfir að selja dagatöl með gúmmíöndum sem klæddar voru í konungsgersemar ríkisins. Athæfið telst ærumeiðing gegn konungsfjölskyldu ríkisins. 

Erlent
Fréttamynd

Einn úr á­höfn taí­lenska her­skipsins fannst á lífi

Björgunarlið fann einn sjóliða úr áhöfn taílensks herskips á lífi í gær, um hálfum sólarhring eftir að það sökk á aðfaranótt mánudags. Á þriðja tug manna er enn saknað en yfirvöld viðurkenna að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti um borð í skipinu.

Erlent
Fréttamynd

Ólýsanleg sorg þegar foreldrar sáu börnin sín eftir árásina

Fjölskyldur barnanna sem létust í skotárás á leikskóla í Taílandi í gær voru óhuggandi þegar þeir sáu kistur barna sinna í dag. Stjórnmálamenn, þar á meðal forsætisráðherra Taílands, lögðu blóm að leikskólanum og konungshjónin munu heimsækja særða í dag. Af þeim 36 sem létust voru að minnsta kosti 24 börn. 

Erlent
Fréttamynd

Segja for­sætis­ráð­herrann mega sitja á­fram

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherranum Prayuth Chan-ocha sé heimilt að sitja áfram í embætti. Deilur hafa staðið um hvort hann hafi setið lengur í embætti en lög landsins gera ráð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Fegurðar­drottning föst á flug­velli

Mjanmarska fegurðardrottningin Han Lay hefur nú verið föst á flugvellinum í Bangkok í þrjá daga. Hún fær ekki að komast út af flugvellinum nema hún fljúgi til Mjanmar. Hún óttast að hún verði handtekin þar fyrir að hafa mótmælt herstjórninni.

Erlent