Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Framlengt hjá Juve og Real

    Nú er framlenging í leik Juventus og Real Madrid, en staðan eftir 90 mínútur er 1-0 Juve í vil og 1-1 samanlagt úr leikunum tveimur. Það var Frakkinn David Trezeguet sem skoraði mark Juve fimmtán mínútum fyrir leikslok.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool fór létt með Leverkusen

    Enska stórliðið Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Bayer Leverkusen á BayArena í kvöld og sigruðu mjög verðskuldað 1-3 og 6-2 samanlagt. Luis Garcia kom gestunum í 2-0 í fyrri hálfleik og Milan Baros skoraði þriðja markið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og leikurinn í raun búinn.

    Sport
    Fréttamynd

    Henry afsalar sér ábyrgð

    Franski snillingurinn Thierry Henry hefur gefið það út að það séu fleiri menn en hann í Arsenal liðinu og að hann verði ekki einn dreginn til ábyrgðar ef illa fer gegn Leverkusen í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Ferguson hrósar Milan

    Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var auðmjúkur eftir tap sinna manna fyrir AC Milan á Ítalíu í gær.

    Sport
    Fréttamynd

    Dudek og Hamann byrja

    Rafael Benitez hefur gert þrjár breytingar á liði sínu, sem mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld, frá því í tapleiknum gegn Newcastle á laugardaginn.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho fagnaði

    Jose Mourinho fagnaði sigri Chelsea á Barcelona í gær með meiri tilþrifum en þegar hann vann sjálfan úrslitaleikinn með Porto í fyrra

    Sport
    Fréttamynd

    Owen á bekknum hjá Real gegn Juve

    Michael Owen er á varamannabekknum í kvöld er Real Madrid sækir Juventus heim á Stadio Delle Alpi í Meistaradeild Evrópu í kvöld.Thomas Gravesen og David Beckham eru í byrjunarliðinu ásamt snillingum eins og Luis Figo og Zinedine Zidane.

    Sport
    Fréttamynd

    Hálfleikstölur úr Meistaradeildinn

    Þá er kominn hálfleikur í leikina fjóra sem fram fara í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Á BayArena eru heimamenn í Bayer Leverkusen kominir með annan fótinn út úr keppninni, en þar eru gestirnir frá Liverpool 0-2 yfir í leikhlé...

    Sport
    Fréttamynd

    Trezeguet kemur Juve yfir

    David Trezeguet var að koma Juventus yfir gegn Real Madrid á Stadio Delle Alpi í Tórínó í Meistaradeildinni í kvöld, en hann hafði áður komið inná sem varamaður fyrir Alessandro Del Piero. Staðan er því 1-1 samanlagt úr leikunum tveimur og ef það verður reyndin eftir 90 mínútur verður framlengt.

    Sport
    Fréttamynd

    Arsenal úr leik

    Arsenal er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta árið þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Bayern Munchen á Higbury í kvöld. Bayern vann fyrri leikinn 3-1 í þýskalandi og því 3-2 samanlagt. Það var Thierry Henry sem skorað i mark Arsenal í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Garcia skorar aftur

    Luis Garcia hefur komið Liverpool í 2-0 á BayArena, en hann skoraði fyrst á 28. mínútu og svo aftur á þeirri 32. Steven Gerrard tók hornspyrnu sem Igor Biscan skallaði að marki, en Garcia kom fæti í boltann og stýrði honum framhjá Jorg Butt sem hefði annars líklega varið skallann. Spánverjinn hefur nú gert þrjú mörk í leikjunum tveimur gegn Leverkusen.

    Sport
    Fréttamynd

    Kewell úti

    Liverpool hefur staðfest að Harry Kewell mun ekki leika með liðinu gegn Bayern Leverkusen i Meistaradeildinni í kvöld vegna meiðsla.

    Sport
    Fréttamynd

    Baros að koma Liverpool í 3-0

    Milan Baros var rétt í þessu að koma Liverpool í 3-0 á BayArena. Baros fékk boltann óvænt frá varnarmanni, lagði hann fyrir sig og smellti honum laglega hægra megin við Jurg Butt markvörð Leverkusen. Liverpool er þar með komið í 6-1 samanlagt og einvígið nánast búið.

    Sport
    Fréttamynd

    Ótrúlegur leikur í Frakklandi

    Það er hreint út sagt ótrúlegur leikur í gangi á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar taka heimamenn á móti þýsku meisturunum í Werder Bremen. Staðan í hálfleik var 3-1, en Lyon er núna komið í 6-2.

    Sport
    Fréttamynd

    Ronaldinho minnkar í 3-2

    Ronaldinho, Brasilíski töframaðurinn, hefur minnkað muninn á Stamford Bridge í hreint út sagt ótrúlegum leik. Chelsea komst í 3-0 eftir 19 mínútur en Barcelona hefur nú minnkað muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Ronaldinho. Eins og staðan er núna er Barcelona áfram á mörkum á útivelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Lyon bustaði Bremen

    Lyon burstaði þýsku meistarana í Werder Bremen á Stade de Gerland í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með sjö mörkum gegn tveimur. Sylvain Wiltord kom Frökkunum yfir strax á 9. mínútu og Mickael Essien bætti tveimur við áður en Johan Micoud minnkaði muninn eftir hálftíma leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Erfitt hjá Arsenal

    Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Fjórir leikir eru í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Kewell ekki með gegn Leverkusen

    Harry Kewell, leikmaður Liverpool, mun ekki vera með í seinni leik liðsins gegn þýska liðinu Leverkusen í Meistaradeild Evrópu sem fram fer annað kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Man Utd úr leik

    Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði í kvöld gegn AC Milan, 1-0, á Stadio Giuseppe Meazza og 2-0 samanlagt úr leikjunum tveimur. Það var Argentínumaðurinn Hernan Crespo sem skoraði sigurmarkið, eins og í fyrri leiknum, á 62. mínútu.

    Sport
    Fréttamynd

    Terry kemur Chelsea í 4-2

    John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur komið liði sínu í 4-2 gegn Barcelona og eru Chelsea því með pálmann í höndunum eins og staðan er núna. Terry skallaði boltann inn eftir hornspyrnu, en spurningarmerki verður að setja við varnarleik Barcelona í þessari hornspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea komið í 3-1

    Frank Lampard  og Damien Duff komu Chelsea í 3-0 gegn Barcelona á Stanford Bridge í Lundúnum, en Ronaldinho minnkaði muninn. Fyrst átti Joe Cole rispu upp hægri kantinn á sautjándu mínútu, átti skot í Oleguer og Valdes, sem var lagður af stað í hitt hornið, náði að verja en hélt ekki boltanum og Lampard kom úr djúpinu og setti boltann í autt markið.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður byrjar hjá Chelsea

    Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Barcelona á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en Eiður leikur frami ásamt Mateja Kezman í fjarveru Didier Drogba, en Frakkinn snjalli er í leikbanni.

    Sport
    Fréttamynd

    Ruud bjargvættur United?

    Hollendingurinn Ruud van Nistelroy telur sig geta hjálpað liði sínu, Manchester United, til að leggja AC Milan af velli og komast áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

    Sport
    Fréttamynd

    Augenthaler framlengir

    Klaus Augenthaler hefur framlengt samning sinn við Bayer Leverkusen, en núverandi samningur hans gilti aðeins út þetta tímabil og hafði það ákvæði í sér að hann yrði aðeins framlengdur ef Leverkusen kæmist í Meistaradeild Evrópu að ári, en það er hvergi nærri öruggt þar sem liðið situr í sjöunda sæti í þýsku Bundesligunni.

    Sport
    Fréttamynd

    Flugeldasýning á Brúnni

    Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður Smári kemur Chelsea yfir

    Eiður Smári hefur komið Chelsea yfir gegn Barcelona strax á áttundu mínútu í Meistaradeild Evrópu, en leikið er á Stanford Bridge. Eiður fékk sendingu frá hægri frá hægri frá Mateja Kezman, lék á Gerard og skoraði framhjá Victor Valdes markverði Barcelona.

    Sport
    Fréttamynd

    Crespo kemur Milan yfir

    Hernan Crespo hefur komið Milan yfir gegn Manchester United með marki eftir rétt rúman klukkutíma leik. Milan er því komið með pálmann í hendurnar en United þarf núna að skora tvö mörk til að komast áfram.

    Sport