Viðskipti innlent

Hníf­jöfn at­kvæða­greiðsla sem gæti endað fyrir dómi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ari Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Ari Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur.

Á kjörskrá voru 3574 og kusu þar af 2721. Það svarar til 76,1% þátttöku, „sem er frábært“ segir á heimasíðu SSF

Niðurstöður voru eftirfarandi:

  • Já = 1292 eða samtals 47,48%
  • Nei = 1322 eða samtals 48,59%
  • Tek ekki afstöðu = 107 eða samtals 3,93%

Fram kemur á heimasíðu SSF að Samtök atvinnulífsins telji að svarið „Tek ekki afstöðu“ eigi að telja með „já“ atkvæðum. Samninganefnd SSF telur þvert á það að félagsmenn hafi fellt kjarasamninginn.

„Stjórn SSF mun koma saman og ræða stöðuna. Mögulega verður látið á málið reyna fyrir Félagsdómi ef með þarf,“ segir á heimasíðu SSF.


Tengdar fréttir

SA og SSF skrifuðu undir lang­tíma­kjara­samning

Í gær skrifuðu Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) undir langtímakjarasamning. Samningurinn byggir á samningnum sem undirritaður var við meirihluta félaga á almennum vinnumarkaði í mars. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×