Innlent

Svona voru kapp­ræður sex efstu í bar­áttunni um Bessa­staði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frambjóðendurnir sex sem mælast hæst í könnunum.
Frambjóðendurnir sex sem mælast hæst í könnunum. Vísir/Vilhelm

Sex efstu forsetaframbjóðendurnir samkvæmt könnunum mætast í kappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá.

Nú er rétt um hálfur mánuður þar til þjóðin kýs sjöunda forseta lýðveldisins. Þau Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir mæta í myndver á Suðurlandsbraut.

Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum en það opnast fyrir útsendingu klukkan 18:20. Kappræðurnar hefjast að loknum fréttum og íþróttum.

Auk þess er fylgst með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.

Uppfært klukkan 21:20

Kappræðunum er lokið en upptöku má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×