Innlent

Ævin­týra­landið Ís­land séð úr há­loftunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér væri hægt að renna sér víða á fjallaskíðum.
Hér væri hægt að renna sér víða á fjallaskíðum. RAX

Enn er frekar snjóþungt á hálendinu þegar maí fer að vera hálfnaður. Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, flaug yfir hálendið og myndaði úr háloftunum.

Margur fer að verða forvitinn um stöðu mála á hálendinu á þessum árstíma. Jeppaferðir og gönguferðir eru planaðar við eldhúsborðið heima. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók við Torfajökulssvæðið, nærri Landmannalaugum og á fyrirhuguðu virkjunarsvæði í Þjórsá. Þá náði hann myndum af fallegum folöldum sem eru komin á legg.

Hér má sjá Þjórsársvæðið nærri þeim slóðum þar sem reisa á Holtavirkjun.RAX
Það vantar ekki snjóinn á hálendinu nærri Torfajökli.RAX
Hér væri hægt að renna sér víða á fjallaskíðum.RAX
Fallegir litir í berginu á hálendinu nærri Landmannalaugum.RAX
Nóg er af folöldum á Suðurlandinu.RAX
Fullt af folöldum innan um reynslubolta.RAX
Torfajökulssvæðið er enn á kafi í snjó þótt sjáist sums staðar í bergið.RAX
RAX flaug yfir hálendið í flugvél sinni.RAX
Fögur sjón á flugi yfir hálendið.RAX
Ísland ber nafn með rentu. Snjóþungt á hálendinu og maí hálfnaður.RAX
Það er ekki nema einstaka skíðagöngugarpur sem á leið um þessar slóðir. Þegar snjóinn leysir í sumar mun vafalítið sjást til göngufólks á svæðinu.RAX


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×