Enski boltinn

Luke Shaw spilar ekki næstu vikurnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Manchester United er í meiðslavandræðum þessa stundina.
Manchester United er í meiðslavandræðum þessa stundina. Vísir/Getty

Luke Shaw verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. Hann er þriðji lykilmaðurinn sem Manchester United missir vegna meiðsla.

Luke Shaw hefur átt fast sæti í liði Erik Ten Hag síðustu misserin en vinstri bakvörðuinn verður frá keppni á næstunni vegna vöðvameiðsla.

Læknateymi United hefur ekki enn gefið út hversu lengi Shaw verður frá en það verður að minnsta kosti nokkrar vikur. Þar sem Tyrell Malacia er einnig meiddur er Ten Hag í vandræðum með vinstri bakvarðarstöðuna og ekki hjálpaði til að Brandon Williams er nýfarinn á láni til Ipswich Town.

Diego Dalot hefur áður leikið vinstra megin hjá United en hann hefur ekki verið sannfærandi í upphafi tímabils.

Shaw er ekki eini leikmaður United sem er frá vegna meiðsla þessa dagana. Nýr framherji liðsins Rasmus Hojlund er einnig eiddur og þá verður Mason Mount sömuleiðis frá keppni í næstu leikjum.

Shaw mun missa af landsleikjum Englands gegn Úkraínu og Skotlandi í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×