Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um verkfallsaðgerðir BSRB sem hófust af fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. 

Samtal mun vera í gangi milli deiluaðila en formlegir fundir hafa ekki verið haldnir í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfusi segir verföllin hafa mikil áhrif.

Þá segjum við frá dómsmáli sem samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum hafa höfðað hér á landi. Þau vilja fá lögbann á umdeilda vefsíðu sem hýst er á Íslandi. 

Einnig heyrum við í formanni Samfylkingarinnar sem segir ekki ólíklegt að Seðlabankinn hækki vexti enn eina ferðina í vikunni. Hún skorar á ríkisstjórnina að koma með mótvægisaðgerðir áður en þingið fer í sumarfrí.

Að auki heyrum við í veðurfræðingi en gular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×