Lífið

David Blaine sýndi ríkasta manni heims áhugaverða spilagaldra

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Blaine er magnaður töframaður.
David Blaine er magnaður töframaður.

Það vakti heimsathygli í gær þegar töframaðurinn David Blaine sveif um fastur við yfir fimmtíu helíumblöðrur.

Blaine komst í 24.900 feta hæð og losaði sig síðan frá blöðrunum og sveif til jarðar í fallhlíf.

David Blaine er einn þekktasti töframaður heims og sýnir hann listir sínar oft á opinberum vettvangi. Í júlí birti hann myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hann sýnir Jeff Bezos, eiganda Amazon og ríkast maður heims, spilagaldra.

Atvikið átti sér stað í fínu kokteilboði og var Bezos og félagar hans heldur betur undrandi á svip þegar Blaine sýndi hvað hann getur.

Hér að neðan má sjá spilagaldra David Blaine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×