Körfubolti

Tryggvi Snær kom lítið við sögu í tapleik á Kanaríeyjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Bára
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason fékk lítið að spreyta sig þegar Valencia heimsótti Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Tryggvi Snær spilaði eina mínútu og 57 sekúndur í níu stiga tapi þar sem lokatölur urðu 87-78, heimamönnum í vil.

Tryggvi nýtti sína einu skottilraun á þessum tíma og skilaði því tveimur stigum á töfluna. Stigahæstur Valencia manna í dag var Rafa Martinez með fjórtán stig og Erick Green bætti við tólf stigum.

Valencia er eftir sem áður í þriðja sæti deildarinnar, á eftir stórliðunum Real Madrid og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×