Körfubolti

Stærsta körfuboltamót landsins fór fram um helgina

Einar Sigurvinsson skrifar
Tæplega 1.400 keppendur og hundruð sjálfboðaliða komu að Nettómótinu sem fór fram í Reykjanesbæ um helgina. Nettómótið er stærsta körfuboltamót sem haldið er árlega hér á landi, en mótið í ár var það 28. í röðinni.

„Það er gríðarleg vinna og það eru fjölmörg fyrirtæki sem leggja hönd á plóg. Það eru fjölmargir sem koma að þessu og gera okkur kleift að halda þetta,“ sagði Alexander Ragnarsson, en hann er mótsstjórn Nettómótsins.

Alls tóku 240 lið þátt í Nettómótinu í ár og spiluðu þau samtals tæplega 600 leikir yfir helgina. Þrátt fyrir það segir Alexander Ragnarsson, sem einnig er í mótsstjórn, að körfuboltamót sé í rauninni ekki rétta orðið.

„Við lítum kannski ekki beint á þetta sem mót, þetta er meira körfuboltahátíð.“

Þetta gátu þeir Guðmundur, Axel, Alex og Tómas, keppendur á mótinu í ár, tekið undir. Aðspurðir hvað hafi verið skemmtilegast á mótinu, gátu þeir nefnt margt annað en körfuboltaleikina sjálfa. Eins og til dæmis ferðir í bíó og sund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×