Íslenski boltinn

Kærkominn Stjörnusigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín kom Stjörnunni á bragðið.
Katrín kom Stjörnunni á bragðið. vísir/ernir
Stjarnan vann kærkominn sigur á FH, 2-0, í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar í fjórum leikjum. Þrátt fyrir hann er liðið enn í 5. sæti deildarinnar.

FH er áfram í 6. sætinu en heilum 11 stigum munar á Fimleikafélaginu og Stjörnunni.

Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni yfir á 12. mínútu og Harpa Þorsteinsdóttir kláraði svo dæmið á 67. mínútu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×