Lífið

Eurovision: Rífur kjaft fyrir Heru

Ellý Ármanns skrifar

Við hittum Valgeir Magnússon umboðsmann Heru Bjarkar í Osló sem hefur með ótrúlegum hætti tekist að búa til spennandi stemningu í kringum hana.

Það er stórmál fyrir fjölmiðla að ná tali af Heru en hann sér til þess að hún nái að hvíla sig og eyða tíma með fjölskyldunni sem er stödd í Osló.

„Það er ansi mikið bókað í dag. Því miður fá ekki fleiri viðtal við hana í dag. Það er sama hvað þeir eru stórir eða frá hvaða landi," segir Valli í meðfylgjandi myndskeiði.

„Það er erfitt að vera frá litla landinu en allt í einu núna er gott að vera frá litla landinu," segir hann.

Í meðfylgjandi myndasyrpu má meðal annars sjá Valla í ham og Lóu systur Heru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×