Lífið

Eurovision: Hvar eru lífverðirnir Hera?

Ellý Ármanns skrifar
Valli Sport sagði okkur í morgun að gærkvöldið hafi verið eftirminnilegt fyrir þær sakir að standa þurfti vörð um Heru. Karlmennirnir í íslenska hópnum stóðu í kringum hana eins og lífverðir.
Valli Sport sagði okkur í morgun að gærkvöldið hafi verið eftirminnilegt fyrir þær sakir að standa þurfti vörð um Heru. Karlmennirnir í íslenska hópnum stóðu í kringum hana eins og lífverðir.

Íslenski Eurovision hópurinn með Heru Björk í fararbroddi sungu á skemmtistaðnum Euroclub í gærkvöldi.

Þaðan lá leið hópsins á ónefndan skemmtistað þar sem hann söng fyrir upptöku norska sjónvarpsins.

Salurinn söng með Heru allt lagið Je ne sais quoi.



Fagfólk sem nær ótrúlega vel saman. Eins og smurð vél.

Eins og myndirnar sýna ætlaði allt vitlaust að verða þegar Hera mætti á svæðið.

Fjöldinn hrópaði: „Hera, Hera, Hera!" og karlmennirnir í íslenska hópnum stóðu í kringum hana eins og lífverðir.

Þá má einnig sjá myndir sem teknar voru af hópnum í fyrri undanúrslitunum á þriðjudagskvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×