Lífið

Eurovision: Nei, ekki aftur! Jónatan dró 16. sætið fyrir Ísland

Ellý Ármanns skrifar

Á fjölmiðlafundi sem haldinn var með þjóðunum sem komust áfram í undanúrslitakeppni Eurovision í gærkvöldi var dregið um röð keppenda fyrir úrslitakeppnina sem fram fer í Telenor höllinni í Osló á laugardaginn.

Alls munu 25 lönd keppa og Ísland er númer 16 í röðinni.

Í myndskeiðinu má sjá þegar Jónatan dregur töluna sextán. Tilviljun?

Íslendingar þekkja töluna 16 aðeins of vel í Eurovision að áliti flestra. Árið 1986 varð Icy hópurinn í 16. sæti með lagið Gleðibankinn. Ári síðar landaði Halla Margrét 16. sætinu þegar hún söng lagið Hægt og hljótt. Árið 1988 enduðu Þú og þeir (Sókrates) með lagið Beethoven í þessu blessaða sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×