Körfubolti

Haukar lögðu Keflavík

Íslandsmeistarar Hauka lögðu Keflvíkinga í stórleik dagsins í kvennakörfunni 90-81. Haukaliðið hafði 8 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og hélt forystu sinni jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Haukar hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni, en þetta var fyrsta tap Keflvíkinga.

Ifeoma Okonkwo var stigahæst í liði Hauka í dag með 32 stig og hirti auk þess 17 fráköst og Helena Sverrisdóttir var að venju frábær í liði Hauka og skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 5 boltum.

Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 24 stig fyrir Keflavík og TaKesha Watson skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar, en hún hitti mjög illa úr skotum sínum í leiknum og munaði um minna fyrir Keflavíkurliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×