Körfubolti

Mikið fjör á öllum vígstöðvum í kvöld

mynd/daníel

Það verður mikið um að vera í körfuboltanum í kvöld. Karlalið Keflavíkur spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á útivelli gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin og þá eru fjórir leikir í úrvalsdeild karla og einn í efstu deild kvenna.

Keflavík tekur á móti nýliðum Hamars í Iceland Express deild kvenna. Í karlaflokki taka Grindvíkingar á móti Hamar/Selfoss, KR tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn, Haukar sækja Fjölni heim í Grafarvoginn og Skallagrímur tekur á móti Tindastól í Borgarnesi. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 að venju og um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×