Körfubolti

Páll Axel safnaði mestu fé

Páll Axel skoraði fjóra þrista og tróð einu sinni gegn Njarðvík í gær
Páll Axel skoraði fjóra þrista og tróð einu sinni gegn Njarðvík í gær

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu fé allra í gær þegar fram fóru úrslitaleikirnir í meistarakeppni KKÍ, en Iceland Express og Lýsing borguðu ákveðnar peningaupphæðir fyrir hverja troðslu og 3ja stiga körfu sem skoruð var í leiknum og rann upphæðin til heyrnadaufra barna.

Alls söfnuðust 160.000 krónur með þessu uppátæki í gær og renna óskipt til Foreldra- og styrktarfélags heyrnadaufra barna. Greiddar voru 2500 krónur fyrir hverja þriggja stiga körfu og 5000 krónur fyrir hverja troðslu.

Páll Axel safnaði 15000 krónum með frammistöðu sinni í gær og Egill Jónasson safnaði 12500 krónum. Í heild söfnuðust á milli 700-800.000 krónur á leikjunum í gær í þessu skemmtilega framtaki og eiga þeir sem að því stóðu heiður skilinn fyrir. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×