Menning

Fáir nota stæði í bílahúsum

Rúm 70 prósent ökumanna nota sjaldan eða aldrei bílahús í miðbæ Reykjavíkur og hækkar þetta hlutfall í 90 prósent þegar um fullorðið fólk er að ræða. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var um notkun bílahúsanna af hálfu nokkurra nemenda í endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Könnunin var gerð í desember síðastliðnum. Bílahúsin í miðbænum eru sex talsins með rúmlega þúsund bílastæðum alls og verið er að byggja eitt enn á lóð þeirri er Stjörnubíó stóð á áður. Þar verður pláss fyrir 200 bíla til viðbótar en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist í júní á næsta ári. Bílastæðasjóður rekur húsin en tilgangur sjóðsins hefur verið að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að auka verslun og þjónustu í miðborginni en sé tekið mið af könnuninni hefur sú tilraun mistekist enda er nýting flestra bílahúsa enn vel undir 50 prósentum. Kynningar og auglýsingar á bílastæðamöguleikum í húsunum virðast hafa haft takmörkuð áhrif sem sést líklega best á því að tæp 70 prósent aðspurðra vissu ekki að frítt er í flest bílahúsin á laugardögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×