Menning

Fiskilýs í blóðinu

Læknar geta betur sagt til um hvort sjúklingur sé líklegur til að fá hjartaáfall, mæli þeir magn fiskilýsis í blóði, að því er kemur fram í niðurstöðum bandarískrar könnunar. Sérfræðingur við Harvard-háskóla segir að þeir sem eru í mestri hættu á að fá hjartaáfall hafi minnst magn af omega-3 fitusýrum í blóði en þær fást úr fiskilýsi. Vitað er að skortur á ákveðnum gerðum omega-3 fitusýra í blóði eykur líkurnar á hjartaáfalli. Þá hafa vísindamenn vitað um nokkurt skeið að neysla á feitum fiski verndar hjartað og dregur úr líkum á hjartaáfalli. Sífellt fleira bendir til þess að fiskilýsi hafi áhrif til stöðuleika á hjartað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×