Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 18:31 Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok eftir óheppilega hreinsun hjá Víkingum. vísir Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins. Lokað fyrstu fjörutíu Fyrstu fjörutíu mínúturnar var leikurinn frekar lokaður og fátt um færi. Liðin skiptust á að eiga sína spilkafla en sköpuðu lítið upp úr því. Víkingur átti besta tilraunina, tvöföld tilraun að marki á níundu mínútu en Frederik Schram varði bæði skotin, fyrst frá Karli Friðleifi og svo frákastið frá Nikolaj Hansen. Kristinn Freyr opnaði upp á gátt Valsmenn tóku síðan forystuna eftir fjörutíu mínútur. Kristinn Freyr átti frábæra sendingu úr erfiðri stöðu, yfir vörn Víkings og beint fyrir lappir Albins Skoglund sem skaut skoppandi boltanum yfir Ingvar markmann. Virkilega vel klárað og Valsmenn með forystuna. Marki undir og manni færri Skömmu síðar gáfu Valsmenn aðra frábæra sendingu yfir vörn Víkings, Jónatan Ingi slapp einn í gegn en var keyrður harkalega niður af Ingvari markmanni, sem fékk verðskuldað beint rautt spjald. Gylfi Sigurðsson var þá tekinn af velli fyrir varamarkmanninn Pálma Rafn og Víkingar fóru manni færri og marki undir inn í hálfleikinn. Valsmenn hættulegir en Víkingar jöfnuðu Í seinni hálfleik virkuðu Valsmenn sem hættulegri aðilinn, manni fleiri og komust í tvö hættuleg færi, en Pálmi Rafn varði vel í bæði skipti. Víkingur jafnaði svo á 65. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins. Tarik Ibrahimagic töfraði markið fram með frábærum snúningi á miðjunni og eitraðri stungusendingu inn fyrir á Erling Agnarsson sem kláraði færið vel. Mark dæmt af Val Valsmenn voru ósáttir við að Víkingur jafnaði og blésu til sóknar. Eftir hornspyrnu tókst þeim svo að setja boltann í netið en markið var dæmt af. Orri Sigurður stóð í rangstöðunni og byrgði markmanninum sýn, virtist líka koma við boltann. Hárréttur dómur. Sigurmarkið á silfurfati Víkingar virtust ætla að halda út og tryggja stigið með jafntefli en fengu á sig mjög klaufalegt mark rétt fyrir leikslok. Sveinn Gísli skallaði boltann burt en beint í Oliver Ekroth. Boltinn skoppaði óheppilega af honum og beint fyrir fætur Patricks Pedersen, sem var snöggur að leggja boltann í netið. Valsmenn fögnuðu vel eftir að hafa fengið sigurmarkið á silfurfati, héldu síðan út uppbótartímann og fögnuðu sigri. Allt jafnt á toppnum Með sigrinum tók Valur toppsæti deildarinnar. Þrjú efstu liðin, Valur, Víkingur og Breiðablik eru nú öll jöfn með þrjátíu stig en Valsmenn með bestu markatöluna. Atvik leiksins Rauða spjaldið sem Ingvar markmaður fékk hafði óneitanlega mestu áhrifin á gang leiksins. Gjörbreytti leikmyndinni og gerði Víkingum margfalt erfiðara fyrir. Vondur tímapunktur líka til að lenda manni færri, rétt eftir að hafa lent marki undir. Víkingarnir brugðust mjög vel við í vondum aðstæðum. Endurskipulögðu sig og skoruðu jöfnunarmarkið, en tókst svo ekki að halda út. Stjörnur og skúrkar Tómas Bent átti frábæran leik, djúpur á miðju Valsmanna en virkaði eins og hann væri alls staðar. Jónatan Ingi og Tryggvi Hrafn nokkuð hættulegir á köntunum en framherjinn Patrick Pedersen komst lítið inn í leikinn, þar til hann setti skyndilega sigurmarkið. Markahrókurinn þarf ekki mikið til að breyta leikjum. Tarik Ibrahimagic bar nafn með rentu í kvöld og sýndi töfratakta. Frábær stoðsending og flottur leikur hjá honum heilt yfir. Pálmi Rafn á mikið hrós skilið fyrir sína innkomu eftir að Ingvar fékk rautt spjald. Nokkrar flottar vörslur og gat lítið gert í sigurmarkinu. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hélt um flautuna. Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson með flöggin. Ívar Orri Kristjánsson sá fjórði. Vilhjálmur hélt vel utan um hlutina í kvöld. Geymdi spjöldin í vasanum þangað til virkilega var þörf á þeim. Heilmikill hiti í mönnum enda um toppslag að ræða en leiknum var aldrei hleypt í neina vitleysu. Stemning og umgjörð Stútfull stúka og staðið hálfan hringinn í kringum völlinn. Virkilega vel mætt á toppslaginn og stemningin alls ekki slök. Stuðningsmannahóparnir létu ekki mikið í sér heyra en áhorfendur fögnuðu mörkunum og öllum helstu atvikum af mikilli innlifun. Viðtöl Fleiri viðtöl berast á Vísi innan skamms. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins. Lokað fyrstu fjörutíu Fyrstu fjörutíu mínúturnar var leikurinn frekar lokaður og fátt um færi. Liðin skiptust á að eiga sína spilkafla en sköpuðu lítið upp úr því. Víkingur átti besta tilraunina, tvöföld tilraun að marki á níundu mínútu en Frederik Schram varði bæði skotin, fyrst frá Karli Friðleifi og svo frákastið frá Nikolaj Hansen. Kristinn Freyr opnaði upp á gátt Valsmenn tóku síðan forystuna eftir fjörutíu mínútur. Kristinn Freyr átti frábæra sendingu úr erfiðri stöðu, yfir vörn Víkings og beint fyrir lappir Albins Skoglund sem skaut skoppandi boltanum yfir Ingvar markmann. Virkilega vel klárað og Valsmenn með forystuna. Marki undir og manni færri Skömmu síðar gáfu Valsmenn aðra frábæra sendingu yfir vörn Víkings, Jónatan Ingi slapp einn í gegn en var keyrður harkalega niður af Ingvari markmanni, sem fékk verðskuldað beint rautt spjald. Gylfi Sigurðsson var þá tekinn af velli fyrir varamarkmanninn Pálma Rafn og Víkingar fóru manni færri og marki undir inn í hálfleikinn. Valsmenn hættulegir en Víkingar jöfnuðu Í seinni hálfleik virkuðu Valsmenn sem hættulegri aðilinn, manni fleiri og komust í tvö hættuleg færi, en Pálmi Rafn varði vel í bæði skipti. Víkingur jafnaði svo á 65. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins. Tarik Ibrahimagic töfraði markið fram með frábærum snúningi á miðjunni og eitraðri stungusendingu inn fyrir á Erling Agnarsson sem kláraði færið vel. Mark dæmt af Val Valsmenn voru ósáttir við að Víkingur jafnaði og blésu til sóknar. Eftir hornspyrnu tókst þeim svo að setja boltann í netið en markið var dæmt af. Orri Sigurður stóð í rangstöðunni og byrgði markmanninum sýn, virtist líka koma við boltann. Hárréttur dómur. Sigurmarkið á silfurfati Víkingar virtust ætla að halda út og tryggja stigið með jafntefli en fengu á sig mjög klaufalegt mark rétt fyrir leikslok. Sveinn Gísli skallaði boltann burt en beint í Oliver Ekroth. Boltinn skoppaði óheppilega af honum og beint fyrir fætur Patricks Pedersen, sem var snöggur að leggja boltann í netið. Valsmenn fögnuðu vel eftir að hafa fengið sigurmarkið á silfurfati, héldu síðan út uppbótartímann og fögnuðu sigri. Allt jafnt á toppnum Með sigrinum tók Valur toppsæti deildarinnar. Þrjú efstu liðin, Valur, Víkingur og Breiðablik eru nú öll jöfn með þrjátíu stig en Valsmenn með bestu markatöluna. Atvik leiksins Rauða spjaldið sem Ingvar markmaður fékk hafði óneitanlega mestu áhrifin á gang leiksins. Gjörbreytti leikmyndinni og gerði Víkingum margfalt erfiðara fyrir. Vondur tímapunktur líka til að lenda manni færri, rétt eftir að hafa lent marki undir. Víkingarnir brugðust mjög vel við í vondum aðstæðum. Endurskipulögðu sig og skoruðu jöfnunarmarkið, en tókst svo ekki að halda út. Stjörnur og skúrkar Tómas Bent átti frábæran leik, djúpur á miðju Valsmanna en virkaði eins og hann væri alls staðar. Jónatan Ingi og Tryggvi Hrafn nokkuð hættulegir á köntunum en framherjinn Patrick Pedersen komst lítið inn í leikinn, þar til hann setti skyndilega sigurmarkið. Markahrókurinn þarf ekki mikið til að breyta leikjum. Tarik Ibrahimagic bar nafn með rentu í kvöld og sýndi töfratakta. Frábær stoðsending og flottur leikur hjá honum heilt yfir. Pálmi Rafn á mikið hrós skilið fyrir sína innkomu eftir að Ingvar fékk rautt spjald. Nokkrar flottar vörslur og gat lítið gert í sigurmarkinu. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hélt um flautuna. Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson með flöggin. Ívar Orri Kristjánsson sá fjórði. Vilhjálmur hélt vel utan um hlutina í kvöld. Geymdi spjöldin í vasanum þangað til virkilega var þörf á þeim. Heilmikill hiti í mönnum enda um toppslag að ræða en leiknum var aldrei hleypt í neina vitleysu. Stemning og umgjörð Stútfull stúka og staðið hálfan hringinn í kringum völlinn. Virkilega vel mætt á toppslaginn og stemningin alls ekki slök. Stuðningsmannahóparnir létu ekki mikið í sér heyra en áhorfendur fögnuðu mörkunum og öllum helstu atvikum af mikilli innlifun. Viðtöl Fleiri viðtöl berast á Vísi innan skamms.