Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 4-3 | Óvænt hetja í dramatískum sigri Blika

Hjörvar Ólafsson skrifar
Blikar fóru með sigur af hólmi í hörkuleik við Fram í kvöld. 
Blikar fóru með sigur af hólmi í hörkuleik við Fram í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu-deildar karla í fótbolta en liðið fékk Fram í heimsókn á Kópavogsvöllinn í sjöundu umferð deildarinnar í kvöld. Lokatölur í leik liðanna urðu 4-4 Breiðablik í vil eftir kaflaskiptan leik. Blikar hafa fimm stiga forskot á KA á toppnum en Fram er í tíunda sæti með fimm stig.

Blikar byrjuðu leikinn mun betur og höfðu öll völd á vellinum framan af fyrri hálfleiknum. Eftir tæpar tíu mínútur voru heimamenn komnir 2-0 yfir. Kristinn Steindórsson, sem spilaði í kvöld sinn 200. mótsleik fyrir Breiðablik, hélt upp á tímatmótaleikinn með tveimur mörkum.

Fyrra markið kom með góðu skoti eftir sendingu frá Degi Dan Þórhallssyni og það seinna úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson nældi í.

Guðmundur Þorvaldsson minnkaði svo muninn fyrir gestina þegar hann skallaði hornspyrnu Tiago Manuel Da Silva Fernandes í markið.

Skömmu síðar fékk Kristinn tækifæri til þess að fullkomna þrennu sína en honum brást þá bogalistinn af vítapunktinum eftir að Gísli Eyjólfsson náði í vítaspyrnu.

Frammarar vöknuðu til lífsins af værum blundi eftir um það bil hálftíma leik. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Guðmundur upplagt færi til þess að jafna metin en hann komst þá einn gegn Antoni Ara eftir sendingu frá Jannik Holmgaard. Guðmundur skaut hins vegar framhjá.

Kristinn og Guðmundur hafa nú skorað fjögur mörk hvor í deildinni í sumar en það er besti árangur Guðmundar í efstu deild. Áður hafði hann skorað þrjú mörk fyrir Víking Ólafsvík.

Það dró svo heldur betur til tíðinda eftir tæplega klukkutíma leik en þá komu þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Brassarnir Frederico Bello Saraiva Tiago Manuel Da Silva Fernandes skoruðu þá fyrir Fram og Höskuldru Gunnlaugsson fyrir Breiðablik og staðan 3-3. 

Það var svo varamaðurinn Omar Sowe sem sá til þess að Blikar náðu í stign þrjú með marki sínu sínu skömmu fyrir leikslok. Sowe sem kom inná sem varamaður var þarna að skora sitt fyrsta deildarmark í græna búningnum.

Kristinn Steindórsson fagnaði áfanga sínum með tveimur mörkum. Visir/Daníel

Kristinn Steindórsson: Mikið sjálfstraust í liðinu

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og hefðum getað klárað leikinn með því að nýta betur þau færi sem við fengum framan af leik. Svo dettum við niður og ég kann eiginlega enga skýringu á því.

Mér fannst orkustigið vera fínt en kannski var einhver þreyta sem kom aftan að mönnum," sagði Kristinn Steindórsson eftir tímamótaleik sinn. 

„Það er mikið sjálfstraust í liðinu og okkur líður vel. Við náðum sem betur fer að komast aftur upp á tærnar eftir slakan kafla í þessum leik og skora sigurmarkið. 

Ég er auðvitað mjög stoltur af þeim áfanga að hafa spilað minn 200. mótsleik og sáttur við að skora. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að við unnum," sagði Kristinn enn fremur. 

Hlynur Atli: Heilmargt jákvætt þrátt fyrir svekkelsi

„Við byrjuðum þennan leik mjög illa og ég get alveg viðurkennt það að mér leist ekkert á blikuna eftir svo 20 mínútna leik. Við náðum engum takti í leik okkar fram að því og það var lítið í spikunum," sagði Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram, um þróun leiksins. 

„Við gerðum aftur á móti vel í að vinna okkur inn í leikinn og sýndum mikinn karakter að jafna. Í seinni hálfleik spiluðum við svo mjög vel og áttum skilið að fá eitt og jafnvel þrjú stig. Það var því eins og að fá rýting í magann að sjá boltann í netinu í okkar marki undir lok leiksins," sagði miðvörðurinn einn um leikmyndina. 

„Þó svo að við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik þá er ekki til eftirbreytni að við þurfum að fá á okkur tvö mörk og vera kannski orðnir pressulausir til þess að við sýnum hvað í okkur býr," Hlynur Atli. 

„Þessi leikur og sigurinn gegn Leikni þar á undan er þrátt fyrir svekkelsið hérna eitthvað sem við getum byggt á fyrir konandi verkefni. Það voru kaflar í þessum leik þar sem við spiluðum flottan fótbolta," sagði hann. 

Guðmundur Magnússon kom Fram á bragðið í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Af hverju vann Breiðablik?

Það var ekki frábær frammistaða sem skilaði stigunum þremur hjá Blikum í kvöld. Þeir þurftu að sækja djúpt til þess að kreista fram þennan sigur. Bæði lið fengu fín færi til þess að hirða stigin sem í boði voru og heimamenn drógu lengsta stráið með að nýta eitt þeirra á lokakafla leiksins. 

Hverjir sköruðu fram úr?

Kristinn Steindórsson var lítt áberandi fyrir utan mörkin tvö sem hann skoraði. Gísli Eyjólfsson var síógnnandi með hlaupum sínum af miðsvæðinu. Anton Ari Einarrson varði nokkrum sinnum vel. Hjá Fram lagði Tiago upp eitt mark og skoraði annað. Þá var Indriði Áki Þorláksson öflugur inni á miðsvæðinu. 

Hvað gerist næst?

Liðin beina nú sjónum sínum að bikarkeppninnar þar sem Breiðablik fær Val í heimsókn og Fram etur kappi við Leikni í Reykjavíkurslag í Safamýrinni.  

Báðir leikirnir fara fram á á fimmtudiagnn kemur sem er uppstigningardagur. Leikur Fram og Leiknis hefst klukkan 14.00 en Blikar og Valur slá botnin í leikjadagskrá bikarkeppninnar þann daginn með því að leiða saman hesta sína í Kópavoginum klukkan 19.45. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira