Síldarvinnslan

Fréttamynd

Sakar SKE um „í­hlutun í­hlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hags­muna al­mennings

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.

Innherji
Fréttamynd

Bjarni Ólafs­son AK í slipp á Akur­eyri

Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023.

Innlent
Fréttamynd

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa

Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tóku þátt í leit að tveimur skip­verjum en án árangurs

Að morgni þriðjudagsins 7. febrúar síðastliðnum fékk færeyska línuskipið Kambur á sig brotsjó suður af Suðurey í Færeyjum og lagðist á hliðina. Á skipinu var 16 manna áhöfn, 14 komust upp á skipið þar sem það flaut á hliðinni og var þeim bjargað um borð í þyrlu. Tveggja var hins vegar saknað.

Innlent
Fréttamynd

Halda í vonina um loðnu­ver­tíð í vetur

Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja fast­eignir og lausa­fé Vísis ehf. vel tryggt

Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mest af loðnu fyrir norðan

Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Innherji
Fréttamynd

Metur Síldar­vinnsluna fimmtungi undir markaðs­gengi

Í nýjasta verðmati Jakobsson Capital á Síldarvinnslunni er verðmat félagsins hækkað, en er engu að síður ríflega 20 prósent undir markaðsgengi félagsins. Greinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Síldarvinnsluna fyrir skort á upplýsingagjöf í tengslum við yfirtökuna á Vísi í Grindavík.

Innherji
Fréttamynd

Komandi loðnu­ver­tíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið

Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung.

Innherji
Fréttamynd

Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu.

Innherji
Fréttamynd

Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“

Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2